Hatton henti kylfu í reiðikasti
Enski kylfingurinn Tyrrell Hatton er skapheitur og sl. helgi á Aberdeen Standard Investments Scottish Open, þ.e. Opna skoska var feilhögg hans nóg til þess að hann missti stjórn á sér.
Þegar hann var að spila 2. högg sitt á par-4 10. brautinni í Renaissance klúbbnum, þurfti Hatton að húkka í kringum tré sem var í vegi hans að flöt.
Þegar bolti hans fór í tré, varð Hatton svo reiður að hann henti kylfunni aftur fyrir sig í átt að 11. braut.
„Bara u.þ.b. 130 yarda frá holu varð hann að húkka í kringum tré,“ sagði núverandi golffréttaskýrandi NBC / Golf Channel’s Jim “Bones” Mackay og fyrrverandi kylfusveinn Phil Mickelson. Síðan næstum hrópaði hann upp yfir sig: „Ó, jeminn, hann sló í tré og henti síðan kylfunni sinni.“
„Reyndar var kylfukastið betri sveifla,“ bætti David Feherty við.
Bones sagðist hafa viðbjóð á slíkri háttsemi og sagði að í Hatton færi svo sannarlega kylfingur „sem léti mann vita hvað hann væri að hugsa.„
Sjá má kylfukast Hatton með því að SMELLA HÉR:
Hatton náði að bjarga pari á 10. braut og var á 5 undir pari á 2. hring þ.e. 67 höggum og komst gegnum niðurskurð með skor upp á (64 67).
Hann tekur þátt í Opna breska, sem hófst í dag og verður í ráshóp með bandaríska kylfingnum Keith Mitchell og belgíska Thomas Pieters.
Hatton er sem stendur nr. 43 á heimslistanum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
