Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2019 | 19:00

Hatton henti kylfu í reiðikasti

Enski kylfingurinn Tyrrell Hatton er skapheitur og sl. helgi á  Aberdeen Standard Investments Scottish Open, þ.e. Opna skoska var feilhögg hans nóg til þess að hann missti stjórn á sér.

Þegar hann var að spila 2. högg sitt á par-4 10. brautinni í Renaissance klúbbnum, þurfti Hatton að húkka í kringum tré sem var í vegi hans að flöt.

Þegar bolti hans fór í tré, varð Hatton svo reiður að hann henti kylfunni aftur fyrir sig í átt að 11. braut.

Bara u.þ.b. 130 yarda frá holu varð hann að húkka í kringum tré,“ sagði núverandi golffréttaskýrandi  NBC / Golf Channel’s Jim “Bones” Mackay og fyrrverandi kylfusveinn Phil Mickelson. Síðan næstum hrópaði hann upp yfir sig: „Ó, jeminn, hann sló í tré og henti síðan kylfunni sinni.“

Reyndar var kylfukastið betri sveifla,“ bætti David Feherty við.

Bones sagðist hafa viðbjóð á slíkri háttsemi og sagði að í Hatton færi svo sannarlega kylfingur „sem léti mann vita hvað hann væri að hugsa.

Sjá má kylfukast Hatton með því að SMELLA HÉR: 

Hatton náði að bjarga pari á 10. braut og var á 5 undir pari á 2. hring þ.e. 67 höggum og komst gegnum niðurskurð með skor upp á (64 67).

Hann tekur þátt í Opna breska, sem hófst í dag og verður í ráshóp með bandaríska kylfingnum Keith Mitchell og belgíska Thomas Pieters.

Hatton er sem stendur nr. 43 á heimslistanum.