Harrington tilbúinn í 5. risamótið
Írski kylfingurinn Pádraig Harrington, sem sigraði nokkuð óvænt á The Honda Classic 2. mars s.l., segist tilbúinn í slaginn í The Irish Open, en mótið segir hann vera 5. risamótið!
The Irish Open fer fram 28. maí n.k. og Harrington vonast til þess að sigra á Royal County Down, þar sem mótið fer fram, enda í dúndurstuði þessa dagana.
Takist Harrington að sigra í mótinu yrði það í 2. sinn sem hann vinnur Irish Open.
„Ég hef alltaf litið á Irish Open sem 5. risamótið og það er alltaf eitt af fyrstu mótunum á dagskrá minni af augljósum ástæðum,“ sagði Harrington í viðtali við fréttamann Evrópumótaraðarinnar.
„Þó þetta hafi alltaf verið sérstök vika fyrir (sem mótið fer fram í) þá verður þetta áhugavert í ár, þar sem þetta er í fyrsta sinn sem ég hef keppt á Royal County Down sem atvinnumaður, þannig að ég hlakka til að koma þangað og sjá hvernig þeir setja völlinn upp.“
„Síðasta skiptið sem the Irish Open fór fram á Norður-Írlandi, var í Royal Portrush árið 2012, og það tókst stórvel og ég var ánægður að vera meðal þeirra efstu á lokadeginum. Áhorfendur voru svipaðir að tölu og á risamóti og skópu frábært andrúmsloft og ég er viss um að það verður vel mætt aftur og nú á Royal County Down.„
„Það er frábært að sjá að Rory tekur þátt í skipulagningunni sem styrktaraðili mótsins og það lítur út fyrir að þetta verði einhver sterkasti þátttakandalisti sem nokkru sinni hefir sést á Irish Open. Þetta er að mótast í að verða frábær vika og ég hlakka til að verða hluti af henni!“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
