Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2014 | 14:07

Harrington: „Ég ólst upp við veðmál í golfi“

Þrefaldi risamótssigurvegarinn Pádraig Harrington sagði í viðtali við Pat Kenny í Newstalk (fréttaþætti í Írlandi) nú í morgun að hann hefði haft fyrir vana sem krakki að leggja undir eitthvað þegar hann var krakki og trúir að það hafi komið honum þangað sem hann er í dag.

„Þegar ég var að alast upp, æfði ég golf á hverjum degi,“ sagði Harrington. „Við vorum á æfingflötinni allan daginn og ég keppti við vini mína um golfbolta, ís, eða skammt af kartöfluflögum.“

„Það var alltaf samkeppni. Það fær mann til að einbeita sér. Ef það er eitthvað lagt undir, þá reynir maður aðeins meir á sig. Maður einbeitir sér að því að klára verkið mun meira en hvernig maður fer að því.“

Harrington nefndi dæmi um kosti samkeppni í golfi.

„Gott dæmi um þetta er vinahópurinn sem ég ólst upp í . Við spiluðum um fimm fund þá og maður hafði einfaldlega ekki efni á að tapa í hverri viku.“

„Svo jafnvel fyrir meðalkylfinginn í hópnum, eftir smá tíma annaðhvort lærðu þeir að koma boltanum í holuna og spara sér pening eða þeir gátu ekki borgað.  Þeir urðu þá að yfirgefa hópinn, þar sem maður gat ekki tapað.“

„Þetta fékk mann til að skila afköstum!“