Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2014 | 19:00

Haraldur Franklín úr leik

Haraldur Franklín Magnús, GR, laut í lægra haldi gegn skoska kylfingnum Neil Bradley í fjórðungsúrslitum Opna breska áhugamannamótsins, en árangur Haraldar Franklín er engu að síður stórglæsilegur.

Mótið er eitt af sterkustu áhugamannamótum heims og hófu 288 kylfingar leik í því en eftir stóðu aðeins 8, þ.á.m. Haraldur Franklín í fjórðungsúrslitunum.

Mótherji Haraldar Franklíns í dag, Neil Bradley er núverandi skoskur meistari í holukeppni undir 18 ára og afrekaskrá Bradley á golfsviðinu  löng, þrátt fyrir ungan aldur.  Æfingaaðstæður Bradley eru líka með þeim bestu sem gerast og hann hefir ferðast vítt og breitt um heiminn til æfinga m.a. til Suður-Afríku og Sameinuðu arabísku furstadæmanna nú nýlega.

Bradley vann leikinn við Harald Franklín af nokkru öryggi – 7&5.   Haraldur Franklín er því úr leik.

Til þess að sjá stöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR: