Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2015 | 19:00

Haraldur Franklín lauk leik T-30 og Guðmundur Ágúst T-47 á EM áhugamanna

Haraldur Franklín Magnús GR og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR komust einir Íslendinga í gegnum niðurskurð á Evrópumeistaramóti áhugamanna.

Mótið stóð dagana 5.-8. ágúst 2015 og lauk því í dag.

Haraldur Franklín lauk keppni á samtals 11 undir pari, 277 högg (64 70 71 72) og lauk keppni T-30.

Guðmundur Ágúst varð T-47 á samtals 8 undir pari, 280 högg  (67 65 74 74).

Sigurvegari mótsins varð Stefano Mazzoli frá Ítalíu á samtals 19 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Evrópumeistaramóti áhugamanna SMELLIÐ HÉR: