Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2014 | 17:30

Haraldur Franklín á besta skori íslensku keppendanna 4 á Opna breska áhugamannamótinu

Fjórir íslenskir keppendur eru á Opna breska áhugamannamótinu, sem nú fer fram í 119. skipti.

Þetta er þeir: Andri Þór Björnsson, GR; Haraldur Franklín Magnús, GR;  Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Axel Bóasson, GK.

Leikið er í Írlandi á tveimur golfvöllum: Royal Portrush og Portstewart.

Íslensku keppendurnir hafa lokið leik í dag. Haraldur Franklín stóð sig best á 1. hring; lék á 3 yfir pari, 73 höggum (á Royal Portrush) og er  í 92. sæti af 287 keppendum.

Andri Þór Björnsson lék á 4 yfir pari 75 höggum (á Portstewart); Axel Bóasson lék á 7 yfir pari, 78 höggum (á Portstewart) í dag og Guðmundur Ágúst á 8 yfir pari, 78 höggum (á Royal Portrush).

Það eru aðeins 64 af 287, sem komast áfram gegnum niðurskurð og spila holukeppni síðari hluta mótsins og hlýtur sigurvegarinn þátttökurétt á Opna breska.

Til þess að fylgjast með gengi íslensku keppendanna á Opna breska áhugamannamótinu SMELLIÐ HÉR: