Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2016 | 12:45

Haraldur Franklín (68) bestur Íslendinganna e. 1. dag Evrópumóts einstaklinga

Haraldur Franklín Magnús, GR, lék best íslensku keppendanna á Evrópumóti einstaklinga, en mótið hófst í gær á Estonian G&CC í Eistlandi. Keppnisvöllurinn er aðeins í 20 mínútna fjarlægð frá Tallinn, höfuðborg Eistlands.

Haraldur lék 1 hring á á stórglæsilegu skori, 4 undir pari, 68 höggum og er í 6. sæti mótsins eftir 1. dag.

Hinir íslensku keppendurnir stóðu sig líka vel og eru Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Rúnar Arnórsson, GK báðir á 1 undir pari, Gísli Sveinbergs er á parinu og Andri Þór Björnsson á 3 yfir pari, 75 höggum, eftir 1. hring.

Flottur árangur hjá Íslendingunum á 1. degi Evrópumóts einstaklinga!!!

Hér má fylgjast með stöðunni á Evrópumóti einstaklinga en 2. hringur er þegar hafinn SMELLIÐ HÉR: