Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2014 | 14:00

Hank Haney um Tiger: „Golfið skiptir hann ekki eins miklu máli og áður“

Nú er aðeins rúm vika í Opna breska risamótið og fyrrum sveifluþjálfari Tiger,  Hank Haney er ekki bjartsýnn á að Tiger takist að sigra.  

Haney sagði í viðtali við the Scotsman að golf skipti fyrrum nemanda sinn „ekki eins miklu máli og áður.“

Haney benti á að eftir að hafa risið upp frá dauðum eftir bakuppskurð á  Quicken Loans National í síðasta mánuði ætlaði Tiger sér ekkert að spila þar til í Opna breska þann 17. júlí.

„Ég trúi því ekki að honum finnist að hann sé tilbúinn til að sigra á Opna breska,“ sagði Haney.  „Ef svo væri hefði hann spilað í Greenbrier eða Opna skoska (á Evróputúrnum í þessari viku).“

Hvað sem öðru líður þá fer Opna breska nú fram á Hoylake, þar sem Tiger sýndi stjörnuleik árið 2006. Þá var annað hljóð í strokknum hjá Haney sem sagði að þetta væri „besta mót sem Tiger hefði átt.“