Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2011 | 09:00

GVS: Skúli Bjarnason, GVS, sigraði í Opnu móti á Vatnsleysunni

Í gær, sunnudaginn 13. nóvember fór fram 9 holu opið mót á Kálfatjarnarvelli hjá GVS.  Það voru 66 manns skráðir í mótið og flestallir 64 luku keppni, þar af 12 konur, sem er góð þátttaka kvenna í golfmóti. Veitt voru verðlaun fyrir efstu 3 sæti í punktakeppni með forgjöf. Helstu úrslit urðu eftirfarandi:

1. sæti Skúli Bjarnason, GVS, 31 pkt.

2. sæti Árni Þorsteinsson, NK, 28 pkt.

3. sæti Þorgeir Sæberg Sigurðsson, GKF, 28 pkt.

Sjá má úrslitin í Opnu móti GVS, með því að smella HÉR: