Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2023 | 19:15

GV: Vestmannaeyjavöllur valinn besti golfvöllur Íslands

Vestmannaeyjavöllur var valinn besti golfvöllur Íslands af WGA (World Golf Awards), sl. haust og hlaut þar með tilnefningu til besta golfvallar Evrópu. Sjá heimasíðu WGA með því að SMELLA HÉR: 

Viðurkenninginn er að sjálfsögðu mikill heiður fyrir GV-inga og alla þá sem hafa unnið að því að gera völlinn að því sem hann er í dag.

Best er að spila Vestmannaeyjavöll sjálfan og ættu sem flestir að stefna að því næsta sumar, en einnig má spila hann í glæsilegri aðstöðu GV-inga í golfhermi.

GV var stofnað 1938, sem gerir klúbbinn að þeim 3. elsta á Íslandi.

Golf 1 óskar GV-ingum innilega til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu!!!