Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2018 | 14:45

GV: Vestmannaeyjavöllur eins og best verður á kosið!

Fyrir tæpri viku síðan 26. apríl skrifaði vallarstjóri Golfklúbbs Vestmannaeyja:

Nú er allt komið á fullt á vellinum hjá okkur. Byrjað var að slá flatir fyrir 3 vikum og brautir og teiga viku síðar. Opnað var inn á sumarflatir á 1-12 á sumardaginn fyrsta (19. apríl s.l.) og stefnt er á að opna inn á 13-18 seinni part næstu viku (Innskot Golf1: það er núna!!!) Ástandið á vellinum er eins og best verður á kosið eins og meðfylgjandi mynd af 14. flötinni sýnir. Farið var í sérstakar aðgerðir í haust og vetur til að verja flatirnar fyrir vetrarskaða, m.a. voru settir plastdúkar yfir flatirnar næst sjónum til að verja þær fyrir ágangi sjávarins og fleiri umhverfisþáttum. Það hefur skilað sér vel og við hlökkum til að opna allar 18 í næstu viku.“

Nú er bara að drífa sig til Eyja og taka hring!!!