GV: Miklar skemmdir á einum fegursta golfvelli landsins – Vestmannaeyjavelli
Miklar skemmdir urðu á öllum brautum meðfram Hamrinum á Vestmannaeyjarvelli, í suð-vestan veðurofsanum, sem gekk yfir Suður- og Suðvesturland 8. febrúar sl.
Fiskur skolaðist m.a. á land í Klaufinni nálægt Stórhöfða á Heimaey, en það hefir ekki gerst síðan í öðru ofsaveðri 1991 . Ölduhæð mældist 15 m við Surtsey.
Á 16. braut er mikið grjót og teigur á 17. braut (einkennisbraut Vestmannaeyjavallar) er nánast horfinn, en talið er að um 70% teigsins sé farinn.
Á öllu svæðinum meðfram Hamrinum er stórgrýti og sandur.
Sautjánda brautin er af mörgum talin ein fegursta par-3 braut landsins. Það er á þeirri braut sem slá verður af teig yfir Atlantshafið til að ná inn á flöt. Brautin mælist 133 m af öllum teigum, en teigurinn liggur við Kaplagjótu.
“Við tekur mikil uppbygging en ljóst er að verkefnið verður stórt.” segir í færslu á facebook síðu GV þaðan sem meðfylgjandi myndir eru fengnar:



Í aðalmyndaglugga: Skemmdir á Vestmannaeyjavelli 8. febrúar 2022. Mynd: Óskar Pétur f. MBL
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
