Í kvennaflokki varð Katrín Harðardóttir sigurvegari í 4. sinn. Óskum við henni til hamingju með flottan árangur.
Í meistaraflokki karla voru nokkur met sett. Sjaldan hafa jafn margir tekið þátt í flokknum eða 14 manns. Einnig bætti Kristófer Tjörvi Einarsson metið yfir lægsta hring sem spilaður hefur verið í meistaramóti GV, 66 högg. Frábær árangur hjá Kristófer sem á framtíðina fyrir sér í golfíþróttinni. Örlygur Helgi Grímsson varð Vestmannaeyjameistari í 14. sinn eftir mjög gott og stöðugt golf. Örlygur lék 3 hringi af 4 á undir pari og endaði mótið á 2 höggum undir pari. Því bætir hann 14 ára gamalt mótsmet Gunnars Geirs Gústafssonar um 1 högg. Einnig jafnaði Örlygur Svein Ársælsson þegar kemur að flestum Vestmannaeyjameistaratitlum í golfi eða 14 talsins. Frábær árangur hjá Ölla sem er hvergi nærri hættur í golfinu.
Hér að neðan má sjá (helstu) úrslit mótsins:
Meistaraflokkur karla
-
Örlygur Helgi Grímsson
-
Kristófer Tjörvi Einarsson
-
Lárus Garðar Long
1. flokkur karla
-
Grétar Þór Eyþórsson
-
Karl Jóhann Örlygsson
-
Sveinbjörn Kristinn Óðinsson
Kvennaflokkur
-
Katrín Harðardóttir
-
Sara Jóhannsdóttir
-
Guðlaug Gísladóttir
2.flokkur karla
-
Valur Már Valmundsson
-
Unnar Hólm Ólafsson
-
Sigurður Bragason
Öldungaflokkur 50+
-
Aðalsteinn Ingvarsson
-
Jónas Þór Þorsteinsson
-
Hlynur Stefánsson
Öldungaflokkur 65+
-
Stefán Sævar Guðjónsson
-
Guðmundur Guðlaugsson
-
Haraldur Óskarsson
Háflorgjafaflokkur kvenna
-
Anna Hulda Ingadóttir
-
Sigrún Hjörleifsdóttir

Allir sigurvegarar á meistaramóti GV 2021