Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2020 | 18:00

GV: Hallgrímur á 65

Haustmót nr. 1 á Golfklúbbi Vestmannaeyja, fór fram á Vestmannaeyjavelli 29. ágúst 2020.

Þátttakendur voru 54; 43 karl- og 11 kvenkylfingar.

Hallgrímur Júlíusson lék á glæsilegum 65 höggum og hlaut verðlaun fyrir besta skor án forgjafar.

Mótið var annars punktamót og voru punktar Hallgríms 41 jafnt þeim sem var með flesta punkta, en Hallgrímur tók ekki verðlaun fyrir punkta.

Helstu úrslit í punktakeppninni urðu annars þessi:

1 Eggert Stefánsson, 41 punktur

2 Björn Kristjánsson, GV, 40 punktar

3 Albert Sævarsson, GV, 40 punktar

Sjá má öll úrslit úr 1. haustmóti GV með því að SMELLA HÉR: 

Aðalmyndagluggi: Hallgrímur Júlíusson. Mynd: gvgolf Instagram.