Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2020 | 04:30

GV: Glæsilegt golftilboð!

Corona veiran er ekkert svo slæm eftir allt saman (þ.e.a.s. nema fyrir þá sem veikjast!!! … og flest höfum við fengið snert af henni a.m.k. í efnahagslegum skilningi).

Ef taka á eina Pollýönnu á allt saman þá er það að verða hugsanlega að ferðast innanlands í sumar vegna veirunnar, alls ekki svo slæmt.

Þeir sem eiga eftir að koma til Vestmannaeyja og spila völlinn þar geta t.a.m. látið verða af því nú í ár …. og þeir sem hafa komið og spilað völlinn; það þarf ekkert að fjölyrða við þá, flestum langar til að spila völlinn aftur og aftur …. enda er Vestmannaeyjavöllur ár eftir ár valinn einn besti golfvöllur Íslands. Eins er Vestmannaeyjavöllur uppáhaldsvöllur (innanlands) flestra þeirra, sem Golf 1 hefur tekið viðtöl við.

Golfklúbbur Vestmannaeyja og Hótel Vestmannaeyja eru með glæsilegt golftilboð, svo sem sjá má hér að neðan.

Nú er bara að drífa sig til Eyja í golf!!!