Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2016 | 22:00

GV: Daníel Ingi og Bogi Hreinson sigruðu á Opnunarmóti GV

Í dag fór fram Opnunarmót Golfklúbbs Vestmannaeyja.

Keppnisform var hefðbundið punktakeppni og veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin, besta skor og nándarverðlaun á öllum par-3 holum.

Þátttakendur voru 38 og luku 36 keppni, þar af enginn kvenkylfingur (Hvar eru konurnar í golfinu úti í Eyjum?)

Daníel Ingi Sigurjónsson GV, var á besta skorinu 74 höggum (37 37).

Eftirfarandi voru í efstu sætum í punktakeppninni:

1 Bogi Hreinsson GR (21 18) 39 punktar.
2 Sigurjón Pálsson GV  (21 17) 38 punktar.
3 Bergur Magnús Sigmundsson GV (18 19) 37 punktar.

Glæsileg verðlaun voru veitt.

Fyrir besta skor og efsta sætið í punktakeppninni var gjafabréf frá Icelandair að verðmæti kr 30,000,-

Fyrir 2. sæti og 3. sæti gjafabréf frá Icelandair að verðmæti 25.000,-