Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2021 | 23:00

Guðrún Brá úr leik á Handa ISPS World Inv.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK tók þátt í Handa ISPS World Invitational mótinu, sem fram fór dagana 29. júlí – 1. ágúst 2021.

Mótið fór fram í Galgorm Castle Golf Club, í Galgorm á Írlandi og var sérstakt að því leyti að hér voru 3 stórmótaraðir LET, LPGA og Evróputúrinn, sem sameinuðust um að halda mótið.

Mótið var því afar sterkt.

Guðrún Brá náði ekki niðurskurði – lék á samtals 7 yfir pari (77 75), en niðurskurður miðaðist við 4 undir pari og betra.

Sigurvegari mótisins hjá konunum var Pajaree Anannarukarn, eftir bráðabana við hina ensku Emmu Talley, en báðar léku þær á samtals 16 undir pari, hvor í hefðbundna hluta mótsins. Hjá körlunum sigraði Daníel Gavins.

Sjá má lokstöðuna hjá körlunum í Handa ISPS World Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna hjá konunum á Handa ISPS World Invitational mótinu með því að SMELLA HÉR: