Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd: Björgvin Sigurbergsson
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2016 | 22:30

Guðrún Brá T-55 e. 1. dag Opna breska áhugamannamótsins

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, hóf í dag leik á Opna breska áhugamannamótinu, eða Ladies British Amateur Qualify, eins og mótið heitir á ensku.

Spilað er á Dundonald linksaranum í Ayrshire í Skotlandi.

Guðrún Brá lék 1. hringinn á 7 yfir pari, 79 höggum.

Skorkortið var ansi skrautlegt en Guðrún Brá var m.a. með 3 fugla, 7 pör, 6 skolla og 2 skramba.

Eftir 1. dag er Guðrún Brá jöfn 15 öðrum kylfingum í 55. sæti mótsins – en 64 efstu keppendurnir komast í holukeppni eftir fyrstu tvo hringi mótsins.

Sjá má stöðuna á Opna breska áhugamannamóti kvenna með því að SMELLA HÉR: