Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2012 | 17:30

Guðrún Brá spilaði á glæsilegum 66 höggum og sigraði flokk 17-18 ára stúlkna á Unglingamótaröð Arion banka!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK,  spilaði best allra á Unglingamótaröð Arion banka í dag, kom inn á glæsiskori -6 undir pari, 66 höggum!!!

F.v.: Guðrún Pétursdóttir, GR; Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG. Mynd: Golf 1

Á hringnum fékk Guðrún Brá 7 fugla og 1 skolla á 17. braut. Frábær árangur hjá Guðrúnu Brá, sem var á besta skori dagsins!!!

Guðrún Brá byrjaði á 10. teig í dag - hér slær hún fyrsta höggið á hringnum frábæra! Mynd: Golf 1

Samtals spilaði Guðrún á -4 undir pari, 140 höggum (74 66).

Í 2. sæti varð Anna Sólveig Snorradóttir, GK, sem bætti sig um 7 högg milli hringja; var á 81 höggi í gær en 74 í dag.  Þess mætti geta að Anna Sólveig á afmæli í dag; varð 17 ára!

Anna Sólveig Snorradóttir, GK, varð í 2. sæti. Mynd: Golf 1

Í 3. sæti varð Guðrún Pétursdóttir, GR, spilaði á samtals 158 höggum (74 84).

Rún Pétursdóttir, GR, varð í 3. sæti. Mynd: Golf 1

Úrslitin í flokki stúlkna 17-18 ára voru annars eftirfarandi:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 Alls Mismunur
1 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 2 F 32 34 66 -6 74 66 140 -4
2 Anna Sólveig Snorradóttir GK 6 F 37 37 74 2 81 74 155 11
3 Guðrún Pétursdóttir GR 5 F 41 43 84 12 74 84 158 14
4 Högna Kristbjörg Knútsdóttir GK 10 F 42 38 80 8 80 80 160 16
5 Særós Eva Óskarsdóttir GKG 10 F 43 44 87 15 78 87 165 21
6 Saga Ísafold Arnarsdóttir GK 9 F 40 39 79 7 87 79 166 22
7 Halla Björk Ragnarsdóttir GR 8 F 49 40 89 17 85 89 174 30
8 Hildur Rún Guðjónsdóttir GK 14 F 45 46 91 19 94 91 185 41
9 Bryndís María Ragnarsdóttir GK 12 F 50 46 96 24 90 96 186 42
10 Helga Kristín Gunnlaugsdóttir NK 14 F 48 48 96 24 90 96 186 42
11 Andrea Jónsdóttir GKG 16 F 47 49 96 24 91 96 187 43
12 Sesselja Ósk Gunnarsdóttir GK 18 F 45 49 94 22 94 94 188 44
13 Hrafnhildur Guðjónsdóttir GO 23 F 54 47 101 29 121 101 222 78