Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2014 | 08:45

Guðrún Brá, Ólafía Þórunn og Sunna keppa á HM kvenna í Japan

Áhugamanns heimsmeistaramót kvenna í  í Japan hefst miðvikudaginn 3. september n.k.

Leikið er á Karuizawa 72 Golf West golfvellinum og East Oshitate golfvellinum, í Karuizawa, Japan, en þess ber að geta að 18. braut á Oshitate er par-6 braut.

Íslenska landsliðið skipa þær Guðrún Brá Björgvinsdótttir, GK, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Sunna Víðsidóttir, GR.

Með stúlkunum í Japan er liðsstjórinn Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ og landsliðsþjálfarinn Úlfar Jónsson.

Á meðfylgjandi mynd má sjá landsliðið okkar við hina löngu 670 metra, par-6 holu í Karuizawa í Japan.