Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2018 | 18:00

LET Access: Guðrún Brá lauk keppni T-25 í Finnlandi

Berglind Björnsdóttir, GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tóku þátt í Viaplay Ladies Finnish Open.

Mótið fór fram 7.-9. júní 2018 á Messilä Golf svæðinu, sem er í Hollola, Finnlandi og lauk í dag

Þátttakendur voru 132.

Guðrún Brá lék á samtals 7 yfir pari, 223 höggum (75 72 76) og varð T-25 í mótinu. Glæsilegur árangur!!!

Til þess að sjá lokastöðuna á Viaplay Ladies Finnish Open SMELLIÐ HÉR: 

Berglind féll úr keppni eftir 2. dag þegar skorið var niður, en hún lék samtals á 15 yfir pari, 159 höggum (81 78), en niðurskurður miðaðist við 7 yfir pari eða betra.