Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2017 | 18:00

Guðrún Brá komst ekki áfram á Opna breska áhugamannamótinu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, féll úr keppni í 64 manna úrslitum á Opna breska áhugamannamótinu, þegar hún beið lægri hlut gegn hollenska kylfingnum Romy Meekers í dag.

Fór viðureign þeirra 1-0 Meekers í vil, en baráttan mikil og fór alla leið á 18. holu.

Guðrún Brá hafði áður hafnað í 13. sæti í höggleikshluta mótsins.

Romy Meekers féll síðan úr leik í 32 manna úrslitunum gegn tékkneska kylfingnum Söru Kouskova frá Tékklandi 2-1.

Úrslitaviðureignirnar fara síðan fram á morgun, föstudaginn 16. júní 2017.

Fylgjast má með holukeppnisshluta á Opna breska áhugamannamótinu með því að SMELLA HÉR: