09/11/2020. Ladies European Tour 2020. Aramco Saudi Ladies International Presented By Public Investment Fund. Royal Greens Golf & Country Club, Saudi Arabia. November 12-15 2020. Gudrun Bjorgvinsdottir of Iceland during a practice round. Credit: Tristan Jones.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2020 | 20:00

Guðrún Brá hækkar á heimslista kvenna vegna góðs árangurs í Sádí og tekur þátt í lokamóti LET

Atvinnukylfingurinn og Íslandsmeistarinn í höggleik Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, náði besta árangri sínum á LET í síðustu viku, góðum T-39 árangri á Saudi Ladies Team International!!!

Fyrir vikið hækkaði Guðrún Brá um 88 sæti á heimslista kvenna og er nú í 861. sætinu. Eins hækkaði Guðrún Brá um 20 sæti á stigalista LET og er nú í 125. sætinu á stigalista LET

Efst íslenskra kvenkylfinga á heimslistanum er Valdís Þóra Jónsdóttir, en hún er í 610. sætinu – Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er síðan í 910. sætinu.

Sjá má heimslista kvenna með því að SMELLA HÉR:

Guðrún Brá mun síðan spila í lokamóti LET, Andalucia Costa del Sol Open, en keppni þar hefst fimmtudaginn 26. nóvember og eru spilaðar 72 holur.

Guðrún Brá hefur leik kl. 11:50 að íslenskum tíma sem er 12:50 að staðartíma á Spáni.

Aðalmyndagluggi: Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd: Tristan Jones