Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2015 | 12:00

Guðrún Brá fór holu í höggi!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, landsliðskona í golfi fór holu í höggi í fyrsta sinn á miðvikudaginn s.l. 1. júlí 2015.

Og það var ekki par-3 hola heldur par-4 6. holan á Garðavelli á Akranesi.

Sjötta holan par-4 og er 212 metra. Ásinn er því jafnframt albatross.

Golf 1 óskar Guðrúnu Brá til hamingju með albatrossinn/ásinn!

Guðrún Brá setti meðfylgjandi mynd af golfboltanum góða á facebook síðu sína:

Hola í höggi á par-4 6. brautinni á Garðavelli!!!

Hola í höggi á par-4 6. brautinni á Garðavelli!!!