Afmæliskylfingurinn ásamt eiginmanni í miðju myndar á Loftleiðir Masters 2014 þar sem 2. sætið náðist!!
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2014 | 06:00

Guðmundur Arason á besta skorinu í Golfmóti Loftleiða 2014

Í gær, þann 29. júlí 2014 fór fram Golfmót Loftleiða 2014 einnig nefnt Loftleiðir Masters golfmótið á vegum Golfklúbbs flugfreyja og flugþjóna.

Mótið var haldið á Grafarholtsvelli.

Á besta skori í mótinu varð Guðmundur Arason, GR, en hann lék Grafarholtið á 5 yfir pari, 76 höggum.  Þess mætti geta að Guðmundur hafði nýlokið við að spila 4 hringi  á Íslandsmótinu í höggleik, þ.e. 5. mótinu á Eimskipsmótaröðinni og stóð sig vel þar.

Á besta skori kvenna í mótinu varð Margrét Óskarsdóttir, GKJ, 85 höggum.

Efst í punktakeppni karla og kvenna urðu eftirfarandi:

Karlar: 

1 Björgólfur G Guðbjörnsson GKJ 24 F 23 20 43 43 43
2 Sigurður Örn Sigurðsson GR 20 F 21 21 42 42 42
3 Tomasz Ríkarður Tomczyk GR 11 F 18 19 37 37 37

 

Konur:

1 Margrét Óskarsdóttir GKJ 12 F 15 19 34 34 34
2 Svanhildur Gestsdóttir GR 27 F 17 17 34 34 34
3 Kristín Þórdís Ragnarsdóttir GR 27 F 20 13 33 33 33