Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2021 | 20:00

Guðmundur Ágúst sigraði í Einvíginu á Nesinu 2021 – nú í 2. sinn!!!

Það var Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, sem stóð einn eftir í Einvíginu á Nesinu, en mótið fór fram í dag, 2. ágúst 2021.

Styrktaraðili mótsins að þessu sinni var sjóðstýringafyrirtækið Stefnir,  sem afhenti Barna- og unglinga geðdeild landsspítalans 1 milljón í lok móts.

Þátttakendur í Einvíginu á Nesinu nú í ár voru eftirfarandi 11 kylfingar:

Andri Þór Björnsson
Axel Bóasson
Birgir Leifur Hafþórsson
Bjarni Þór Lúðvíksson
Björgvin Sigurbergsson
Björgvin Þorsteinsson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Haraldur Franklín Magnús
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir
Karlotta Einarsdóttir
Ragnhildur Kristinsdóttir

Klukkan 13:00 hófst útsláttarkeppnin, þar sem einn kylfingur féll úr leik þar til aðeins sigurvegarinn, nú í ár, Guðmundur Ágúst Kristjánsson stóð eftir.

Birgir Leifur Hafþórsson féll fyrstur úr leik á 1. braut;  Jóhann Lea féll úr leik á 2. braut; Á 3. braut féllu 2 kylfingar úr leik: Bjarni Þór Lúðvíksson og Björgvin Þorsteinsson; Karlotta Einarsdóttir féll úr leik á 4. braut; Björgvin Sigurbergsson féll úr leik á 5. braut;  Haraldur Franklín úr leik á 6. braut og því ljóst að hann ver ekki titilinn frá því í fyrra; Andri Þór Björnsson  úr leik á 7. braut og Axel Bóasson á 8. braut. Nú eru aðeins Ragnhildur og Guðmundur Ágúst eftir og einvígið í ár því milli þeirra. Guðmundur Ágúst sigrar með fugli.

Sigurvegarar frá upphafi
Magnús Lárusson hefur sigrað oftast í Einvíginu á Nesinu en hann sigraði þrívegis í röð 2004-2006. Ragnhildur Sigurðardóttir, Björgvin Sigurbergsson, Birgir Leifur Hafþórsson, Kristján Þór Einarsson og nú Guðmundur Ágúst hafa öll sigrað tvívegis á þessu skemmtilega móti.
1997: Björgvin Þorsteinsson (1)
1998: Ólöf María Jónsdóttir (1)
1999: Vilhjálmur Ingibergsson (1)
2000: Kristinn Árnason (1)
2001: Björgvin Sigurbergsson (1)
2002: Ólafur Már Sigurðsson (1)
2003: Ragnhildur Sigurðardóttir (1)
2004: Magnús Lárusson (1)
2005: Magnús Lárusson (2)
2006: Magnús Lárusson (3)
2007: Sigurpáll Geir Sveinsson (1)
2008: Heiðar Davíð Bragason (1)
2009: Björgvin Sigurbergsson (2)
2010: Birgir Leifur Hafþórsson (1)
2011: Nökkvi Gunnarsson (1)
2012: Þórður Rafn Gissurarson (1)
2013: Birgir Leifur Hafþórsson (2)
2014: Kristján Þór Einarsson (1)
2015: Aron Snær Júlíusson (1)
2016: Oddur Óli Jónasson (1)
2017: Kristján Þór Einarsson (2)
2018: Ragnhildur Sigurðardóttir (1)
2019: Guðmundur Ágúst Kristjánsson (1)
2020: Haraldur Franklín Magnús (1)
2021: Guðmundur Ágúst Kristjánsson (2)