Guðrún Brá í 4. sæti á Írlandi
Í dag spiluðu stúlkurnar 6 úr Keili, þær: Anna Sólveig Snorradóttir, Hildur Rún Guðjónsdóttir, Saga Ísafold Arnarsdóttir,Högna Kristbjörg Knútsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Sara Margrét Hinriksdóttir á Opna írska U-18 mótinu á golfvelli Roganstown Hotel & Country Club í Meath Co., Írlandi.

Efri röð fv.: Anna Sólveig Snorradóttir, Hildur Rún Guðjónsdóttir og Saga Ísafold Arnarsdóttir. Neðri röð fv.: Högna Kristbjörg Knútsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Sara Margrét Hinriksdóttir, Mynd: Keilir
Fyrirkomulagið er svipað og í bandaríska háskólagolfinu, þ.e. leiknar voru 36 holur í dag og lokahringurinn verður spilaður á morgun.
Þrjár efstu eftir hringina 2 í dag halda áfram og spila lokahringinn á morgun. Sú sem stóð sig best var Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sem varð í 4. sæti og fer hún út í næstsíðasta hollinu á morgun. Guðrún Brá spilaði hringina 2 á samtals 149 höggum (73 76) og er í 4. sæti. Eftir fyrri hringinn var hún í 2. sæti.
Saga Ísafold Arnarsdóttir varð T-41 þ.e. deildi 41. sæti með 2 öðrum stúlkum, spilaði á samtals 165 höggum (87 78) og Anna Sólveig Snorradóttir varð í 49. sæti á samtals 168 höggum (82 86) og eru báðar komnar áfram.
Sú sem er efst er annar af undratvíburunum írsku Leona Macguire, en hún er búin að spila á samtals 141 höggi (72 69).
Golf 1 óskar Keilisstúlkunum góðs gengis á morgun!
Til þess að sjá stöðuna í Opna írska U-18 mótinu smellið HÉR:
- ágúst. 13. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2022)
- ágúst. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Ben Hogan og Garðar Rafn Halldórsson – 13. ágúst 2022
- ágúst. 13. 2022 | 15:00 Evróputúrinn: Haraldur Franklín á -1 á ISPS Handa World Inv. e. 3. dag
- ágúst. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgit Henriksen – 12. ágúst 2022
- ágúst. 11. 2022 | 18:00 GSÍ: Fjöldi kylfinga á Íslandi aldrei verið meiri
- ágúst. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Helga Laufey Guðmundsdóttir – 11. ágúst 2022
- ágúst. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Steinsdóttir – 10. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir —– 9. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge