Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2021 | 18:00

GÞH: Víðir klúbbmeistari á Meistaramóti Hellishóla 2021

Golfklúbburinn Þverá að Hellishólum (GÞH) hélt meistaramót dagana 9.-10. júlí sl.

Þátttakendur voru 21 og kepptu þeir í 3 flokkum.

Klúbbmeistari GÞH 2021 er  Víðir Jóhannsson.

Sjá má helstu úrslit í öllum flokkum meistaramóts Hellishóla hér að neðan:

Karlar – höggleikur án forgjafar (4)
1 Víðir Jóhannsson +13 157 högg (81 76)
2 Hilmar Harðarson +14 158 högg (75 83)
3 Baldur Baldursson +20 164 högg (83 81)
4 Þorlákur G Halldórsson +35 179 högg (87 92)

Kvennaflokkur (10)
1 Sigurrós Kristinsdóttir +23 167 högg (91 76)
2 Petrína Konráðsdóttir +23 167 högg (84 83)
3 Margrét Bjarnadóttir +24 168 högg (87 81)

Karlar – A flokkur (7)
1 Gísli Jónsson +13 157 högg (73 84)
2 Marinó Rafn Pálsson +15 159 högg (84 75)
3 Rúnar Garðarsson +15 159 högg (83 76)