Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2016 | 14:00

GÞ: Svanur fór holu í höggi!!!

Svanur Jónsson fór holu í höggi á 3. degi Meistaramóts Golfklúbbs Þorlákshafnar.

Meistaramót GÞ fór fram 6.-9. júlí s.l.

Draumahöggið var slegið á par-3 7. braut sem er 145 metra á 3. degi eða 8. júlí s.l.

Klúbbmeistari GÞ varð Guðmundur Karl Guðmundsson (Sjá frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: ) en eftirtekt vekur að engin kvenkylfingur tók þátt í meistaramóti GÞ að þessu sinni!

Golf 1 óskar Svani innilega til hamingju með ásinn!!!