Íslandsmót unglinga fer fram á Þorláksvelli og seinna í dag verður ljóst hvrejir eru Íslandsmeistarar unglinga í holukeppni 2012! Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2015 | 10:00

GÞ: Íslandsmót 35+ haldið 16.-18. júlí n.k.

Íslandsmót kylfinga 35 ára og eldri fer fram á Þorlákshafnarvelli dagana 16.-18. júlí.

Keppt er í mismunandi forgjafarflokkum og hefur mótið notið vinsælda undanfarin ár.

Mótið hefur ávallt verið í hópi allra skemmtilegustu golfmóta landsins og er þetta kjörið tækifæri til þess að leika keppnisgolf á góðum velli í góðum félagsskap.

· Þorlákshafnarvöllur er í mjög góðu ástandi
· Næringaríkur nestispakki alla daga.
· Lokahóf með veislumat og verðlaunaafhendingu.
· Mjög góð verðlaun í öllum flokkum.
· Æfingahringur innifalinn í mótsgjaldi.
· Frítt í sundlaug Þorlákshafnar.
· Frítt á tjaldsvæði bæjarins.
· Mótsgjald 13 þúsund krónur.
· Nánari upplýsingar og skráning á golf.is en komast má á golf.is með því að SMELLA HÉR: