GÞ: Árgjöld hjá GÞ þau lægstu á 18 holu velli
Rúmlega þriggja milljón króna hagnaður var á Golfklúbbi Þorlákshafnar á síðasta ári, en aðalfundur klúbbsins var haldinn fimmtudaginn 22. janúar síðastliðinn. Hagnaður klúbbsins hefur aldrei verið meiri þrátt fyrir að árgjöld klúbbsins séu þau lægstu á 18 holu velli á Íslandi. Ein af megin ástæðunum fyrir þessum hagnaði er aukinn fjöldi höfuðborgarbúa sem sækja völlinn heim á hverju sumri, en Þorlákshafnarvöllur þykir einn sá besti á landinu.
Aðalfundurinn var með hefðbundnu sniði, Guðmundur K. Baldursson formaður GÞ fór yfir skýrslu stjórnar og ársreikning klúbbsins og mikil ánægja á meðal fundargesta var með skýrsluna og ársreikninginn. Aðeins ein breyting var á stjórn klúbbsins, en Hákon Hjartarson gaf ekki kost á sér sem varamaður og í hans stað var Óskar Logi Sigurðsson kosinn. Árgjöld voru ákveðin þau sömu og á síðasta ári, en árgjöldin er þau lægstu sem þekkjast á Íslandi og sérstaka athygli vekur lágt nýliðagjald. Nýliðar borga aðeins 46 þúsund krónur fyrir fyrstu tvö árin í klúbbnum.
Guðlaugur Þ. Sveinsson, fyrrum formaður GÞ hlaut heiðursviðurkenningu golfklúbbsins fyrir árið 2014, en ákveðið var að veita honum viðurkenninguna fyrir frábært starf í þágu klúbbsins mörg undanfarin ár.
Unnið hefur verið að breytingum á vellinum að undanförnu og áfram verður unnið næstu tvö sumur að þeim breytingum sem í gangi eru vegna aflagningar tveggja brauta. Samkvæmt áætlun er gert ráð fyrir að ljúka sem mest af áfanga 1 á þessu ári.
Það er því óhætt að segja að framundan séu spennandi tímar hjá Golfklúbbi Þorlákshafnar og vonast er til að kylfingar klúbbsins sem og aðrir fái gott og skemmtilegt golfsumar.
Verðskrá GÞ
Fullt gjald: 46.000 kr.
Makar og 67 ára og eldri: 23.000 kr.
Unglingar 20 – 22 ára: 23.000 kr.
Nýliðar 1. ár: 21.000 kr.
Nýliðar 2. ár: 25.000 kr.
19 ára og yngri: Frítt í klúbbinn
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
