Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2011 | 07:00

GSS: Skötuveisla á Kaffi Krók í dag!

Á heimasíðu GSS er eftirfarandi fréttatilkynning:

Gunnar Sandholt færir einum keppanda hvítvínsglas að leik loknum á Opna kvennamóti GSS 2011. Svona eru huggulegheitin á Króknum!... og ekki að efa að Skötuveislan í hádeginu í dag verði með svipuðum brag myndarlegheita. Mynd: Golf 1.

„Komdu og fáðu nasaþefinn af jólunum á Kaffi Krók Föstudaginn, 23. desember 2011, frá kl. 11:00 – 14:00

Þá er að renna í garð þessi yndislegi tími ársins þar sem heimilin fyllast af allskonar ilmi sem við tengjum öllu jöfnu við jólin.

Til að afla tekna hefur GSS ákveðið í samstarfi við velunnara okkar Kaffi Krók, sem m.a. hefur stutt dyggilega við mótaröðina okkar undanfarin sumur, að blása til stórfenglegrar skötuveislu! Við höldum í fornar hefðir og bjóðum Skagfirðingum og gestum þeirra nær og fjær að hittast og borða saman þennan þjóðlega rétt, auk þess sem boðið verður upp á síld, saltfisk, skötustöppu, saltfiskstöppu, rúgbrauð, smjör, hamsa, kartöflur og vestfirzkan hnoðmör, svo maður tali nú ekki um ilmandi grjónagraut, fyrir aðeins kr. 2.800.pr.mann.
Einnig er hægt að kaupa bjór, gos og snapsa af ýmsi tagi!
Nauðsynlegt er að panta borð skrá sig í matinn sem fyrst í síma: 845-6625 eða á videosport@simnet.is“