Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2015 | 07:00

GSS: Íþróttamaður Skagafjarðar 2015 útnefndur

Í gær, 27. desember 2015, var íþróttamaður Skagafjarðar útnefndur í hófi á vegum UMSS í húsi frítímans á Sauðárkróki.

Tilnefningar voru frá öllum aðildarfélögum UMSS og einnig fengu ungir og efnilegir íþróttamenn viðurkenningar.

Frá Golfklúbbi Sauðárkróks fengu Telma Ösp Einarsdóttir og Hákon Ingi Rafnsson viðurkenningar í flokki ungra og efnilegra íþróttamanna.

Arnar Geir Hjartarson var tilnefndur í kjöri íþróttamanns Skagafjarðar fyrir árið 2015.

Þá fékk karlasveit Golfklúbbsins viðurkenningu í flokknum lið ársins og Jón Þorsteinn Hjartarson PGA golfkennari fékk viðurkenningu í flokknum þjálfari ársins.

Íþróttamaður Skagafjarðar árið 2015 var kjörin Þóranna Sigurjónsdóttir frjálsíþróttkona úr Tindastóli.

Gofl 1 óskar þeim sem viðurkenningar hlutu í Golfklúbbi Sauðárkróks, sem og Íþróttamanni Skagafjarðar hjartanlega til hamingju!