Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2023 | 21:00

GSS: Hrefna Svanlaugsdóttir sigraði á 20 ára afmælismóti kvennamóts GSS!!!

Í dag voru tímamót því Kvennamót GSS var haldið í tuttugasta sinn.

Síðustu tvo áratugi hefur mótið skipað sér sess meðal glæsilegustu golfmóta, sem sögur fara af.

Allir þátttakendur hafa farið heim með glaðning, sem væri ekki hægt nema vegna þess að fyrirtæki og aðilar í samfélaginu hafa gegnum tíðina stutt dyggilega við mótahaldið.

Mótið í ár var glæsilegt, líkt og mót sl. 20 ár hafa verið og vonandi verður kvennamót GSS á dagskrá næstu 20 ár og lengur!!!!

Keppt var í einum opnum flokki og var keppnisfyrirkomulagið punktakeppni með forgjöf.

Sigurvegari kvennamóts GSS 2023 er Hrefna Svanlaugsdóttir, GA, en hún var með 42 punkta.

Jafnar í 2.- 4. sæti urðu Halldóra Andrésdóttir Cuyler, GSS; Marsibil Sigurðardóttir, GHD  og Dagný Finnsdóttir, GFB; allar með 39 punkta.

Ólína Þórey Guðjónsdóttir, GKS og Linda Hrönn Benediktsdóttir, GA, deildu með sér 5. sætinu, með 38 punkta. Í 7. sæti varð síðan Arný Lilja Árnadóttir, GSS með 37 punkta og T-8 urðu Indíana Auður Ólafsdóttir, GHD  og Svanborg Guðjónsdóttir, GSS á sléttu pari, 36 punktum. Framangreindar konur voru þær einu í mótinu, sem spiluðu á pari eða betur.

Þátttakendur í ár voru 62 og má sjá öll úrslit mótsins með því að SMELLA HÉR:

Í aðalmyndaglugga: Hrefna Svanlaugsdóttir. Mynd: Í einkaeigu