Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2012 | 19:45

GSS: Aldís Ósk og Hlynur Freyr hlutu viðurkenningar – Jóhann Örn var tilnefndur sem „Íþróttamaður Skagafjarðar“

Á heimasíðu GSS er eftirfarandi frétt: 

„Við athöfn (þann 29. desember 2011) var tilkynnt hver hlyti titilinn íþróttamaður Skagafjarðar 2011. Meðal þeirra sem tilnefndir voru var Jóhann Örn Bjarkason kylfingur. Hann átti gott golfár og hefur aldrei verið betri. Íþróttamaður ársins í Skagafirði var valinn Elvar Einarsson, hestamaður á Syðra-Skörðugili og er hann vel að titlinum kominn.

Á samkomunni fengu einnig  ungir og efnilegir íþróttamenn viðurkenningu og voru þau Hlynur Freyr Einarsson og Aldís Ósk Unnarsdóttir tilnefnd af hálfu Golfklúbbsins.“

Heimild: GSS