GSÍ: Taktu þátt í afmælisleiknum – Vinningur: Ferð á Belfry!!!
Í dag 14. ágúst eru 75 ár liðin frá því að tíu menn hittust í golfskála Golfklúbbs Íslands í Öskjuhlíðinni og stofnuðu formlega samband þeirra þriggja golfklúbba sem þá voru í landinu. Golfklúbbur Íslands í Reykjavík, Golfklúbbur Akureyrar og Golfklúbbur Vestmannaeyja stóðu sameiginlega að stofnun Golfsambands Íslands árið 1942.
Í tilefni af 75 ára afmæli Golfsambands Ísland í dag fer fram afmælisleikur GSÍ í samvinnu við GB ferðir.
Það eina sem þú þarft að gera til að komast í afmælispottinn er að leika golf á sjálfan afmælisdaginn, 14. ágúst, og skrá forgjafar- eða æfingarhring á golf.is. Hringurinn má vera 9 eða 18 holur.
Einn kylfingur sem leikur golf þennan dag verður dreginn út og fær að launum ferð fyrir tvo á hið sögufræga og glæsilega Belfry golfsvæði á auglýstum brottfarardögum GB ferða á tímabilinu 2017-2018.
Innifalið er 2 x flug með Icelandair til Birmingham, flugvallarskattur, flutningur á golfsetti, fjórar nætur í tvíbýli með morgunverði, ótakmarkað golf (hámark tveir hringir á Brabazon), aðgengi að heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
