Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2015 | 14:00

GSÍ: Spáin gekk ekki eftir!

Nú í vor bryddaði Golfsamband Íslands upp á skemmtilegri nýjung þar sem menn áttu að geta upp á hverjir stæðu uppi sem stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni nú í haust.

Athyglivert er að spámenn reyndust ekki sannspáir og spáin um stigameistara Eimskipsmótaraðarinnar 2015 gekk ekki eftir.

Þeim Sunnu Víðisdóttur, GR og Gísla Sveinbergssyni, GK, var spáð stigameistaratitlunum í vor, en þá hlutu sem allir vita Axel Bóasson og Tinna Jóhannsdóttir, bæði úr GK.

Axel lenti í 5. sæti þeirra sem spáð var stigameistarartitlinum en Tinna var ekki einu sinni meðal efstu 5.  Athyglisvert! 🙂

Sjá má grein Golf 1 frá 20. maí 2015 þar sem fjallað er um spánna SMELLIÐ HÉR: