Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2017 | 08:00

GSÍ: Skemmtilegt kynningarmyndskeið Forskots með Ólafíu Þórunni

Það styttist í að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefji leik á sínu fyrsta móti á LPGA atvinnumótaröðinni.

Pure Silk meistaramótið hefst þann 26. janúar á Bahamas og hefir Ólafía undirbúið sig vel að undanförnu fyrir mótið.

Keppendur á mótinu eru gríðarsterkir; flestir bestu kvenkylfingar heims.

Meðal þeirra sem Ólafía Þórunn keppir við eru Natalie GulbisLexi Thompson, Brooke Henderson, Paula Creamer, Michelle Wie, Cheyenne Woods, Britany Lincicome, Belen Mozo, Ryann O´Toole, Sandra Gal, Gerina PillerCaroline Hedwall ofl. ofl. heimsklassakylfingar.

Forskot Afrekssjóður gerði á dögunum myndband þar sem afrek Ólafíu eru rifjuð upp með skemmtilegum hætti en myndbandið má sjá með því að  SMELLA HÉR: 

Heimild: GSÍ