Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2015 | 18:00

GSÍ: Rúmlega 10% fengu leiðréttingu við endurskoðun forgjafar

Golfsambandið hefur nú lesið inn árlega endurskoðun forgjafar á golf.is frá öllum golfklúbbum fyrir árið 2014.

En það voru rúmlega 10% allra kylfinga sem uppfylltu ákveðin skilyrði og fengu leiðréttingu.

Hér má sjá hvernig þetta skiptist hjá þeim sem fengu leiðréttingu: 
Lækka um 1 í forgjöf 37 %
Lækka um 2 í forgjöf 14 %
Hækka um 1 í forgjöf 29 %
Hækka um 2 í forgjöf 20 %

Með því að skrá sig inn á golf.is og skoða forgjafaryfirlit geta kylfingar séð hvort þeir séu í hópi þeirra 10% sem fengu leiðréttingu á forgjöfinni.

Heimild: golf.is