Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2023 | 18:00

GSÍ: Kristalsgolf kvenna fór fram í dag í Básum

Golfsamband Íslands (GSÍ) með Kristall, sem styrktaraðila,stóð fyrir kvennagolfdegi í Básum hjá GR, í dag, sunnudaginn 4. júní, milli kl. 12-15.

PGA kennarar og afrekskylfingar fóru  yfir bæði stutta og langa spilið.

Prófað var að pútta, chippa , spila stuttar holur og farið var á æfingasvæðið.

Framtakið var frábær skemmtun.

Golf 1 þykir kvennagolfdagurinn frábær og vonar að framhald verði á!!!!

Sjá má myndskeið frá Kristalkvennagolfdeginum með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Básar. Mynd: Facebook