Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2014 | 13:30

GSÍ: Íslandsmót unglinga, 35+ og eldri kylfinga, skráningu lýkur 13. júlí

Dagana 17. – 20. júlí n.k fara fram þrjú Íslandsmót á vegum Golfsambands Íslands auk þess sem fjórða stigamót Áskorendamótaraðarinnar verður leikið á Þverárvelli Fljótshlíð.

Enn er hægt að skrá sig til leiks en skráningu á Íslandsmótin lýkur á miðnætti sunnudaginn 13. júlí en skráningu í Áskorendamótaröðina lýkur hinsvegar miðvikudaginn 16. júlí.

  • Icelandair Íslandsmót 35 ára og eldri, Vestmannaeyjavöllur, Golfklúbbur Vestmanneyja, skráning til miðnættis 13. júlí.
  • Icelandair Íslandsmót eldri kylfinga, Korpúlfsstaðavelli, Golfklúbbur Reykjavíkur, skráning til miðnættis 13. júlí.
  • Íslandsbankamótaröðin unglinga- Íslandsmótið í höggleik, Strandarvöllur, Golfklúbbur Hellu, skráning til miðnættis 13. júlí.
  • Áskorendamótaröð Íslandsbanka, Þverárvöllur, Golfklúbburinn Þverá hellishólum, skráning til miðnættis 16. júlí.