GSÍ: 4 fengu gullmerki – Viktor Elvar sjálfboðaliði ársins
Fjórir aðilar fengu gullmerki Golfsambandsins fyrir störf sín og vinnu í þágu golfíþróttarinnar á þingi Golfsambandsins sem fram fór á laugardaginn (21. nóvember 2015). Þau sem fengu gullmerkið eru Páll Ketilsson, Gylfi Kristinsson, Bergþóra Sigmundsdóttir og Hörður Þorsteinsson.
Páll var ritstjóri Golf á Íslandi í 14 ár og sagði Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ að fáir aðilar hefðu stuðlað betur að því að koma golfíþróttinni á framfæri í fjölmiðlum á undanförnum árum og áratugum. Gylfi og Bergþóra gáfu ekki kost á sér í stjórn GSÍ og fengu þau gullmerki fyrir störf sín í þágu GSÍ á undanförnum árum. Hörður Þorsteinsson lætur að störfum sem framkvæmdastjóri GSÍ um næstu áramót eftir 16 ára starf. Hörður fékk dynjandi lófatak frá þingfulltrúum, sem risu úr sætum, þegar hann fékk gullmerkið frá Hauki forseta.
Sjálfboðaliði ársins var valinn og að þessu sinni var það Viktor Elvar Viktorsson úr Leyni sem var mótsstjóri Íslandsmótsins sem fram fór á Garðavelli á Akranesi í sumar. Viktor sagði að hann tæki við þessari viðurkenningu fyrir hönd allra sjálfboðaliða Leynis sem lögðu hönd á plóginn.
Texti: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
