Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2015 | 14:10

GSG: Opið mót laugardaginn n.k. á Kirkjubólsvelli

Fyrsta opna golfmót ársins 2015 fer fram um helgina, nánar tiltekið laugardaginn 21. mars n.k. á Kirkjubólsvelli í Sandgerði.

Það er greinilegt að íslenskir kylfingar hafa beðið með eftirvæntingu eftir því að fá að spreyta sig í keppnisgolfi.

Tæplega 80 manns eru nú þegar skráðir í mótið.

Keppnisfyrirkomulagið er punktakeppni og samkvæmt veðurspá helgarinnar verður hitastigið á bilinu 5-8 stig.

Til þess að skrá sig í mótið SMELLIÐ HÉR: