Ólafur Björn Loftsson, NK. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2016 | 17:00

GSG: Ólafur Björn jafnaði vallarmet (67) á Opna GSG 30!

Opna GSG 30 mótið fór fram í gær, 2. júlí 2016,  á Kirkjubólsvelli og þar tóku 67 manns þátt. Vegleg verðlaun voru í boði frá Íslandsbanka.
Smá vindur blés á keppendur sem létu það ekki á sig fá.
Góð skor litu dagsins ljós og þar á meðal jöfnun á vallarmeti.

Ólafur Björn Loftsson jafnaði vallarmetið á Kirkjubólsvelli og spilaði á 67 höggum (-5). Glæsilegt skor við krefjandi aðstæður. Hann lofsamaði völlinn og sagði umhirðu vera til fyrirmyndar.

Úrslit eru eftirfarandi:
Höggleikur:
1.sæti – Ólafur Björn Loftsson GKG 67 högg (-5)

Punktakeppni
1.sæti – Jóhann Jóhannsson GSG 39 punktar
2.sæti – Ingvar Ásmundsson GÞ 36 punktar
3.sæti – Hulda Björg Birgisdóttir GS 35 punktar
4.sæti – Rögnvaldur Magnússon GO 34 punktar
5.sæti – Erlingur Jónsson GSG 33 punktar
30.sæti – Þorvaldur Kristleifsson GSG
60.sæti – Björgvin Sigurðsson GK

Lengsta Drive á 11. braut – Ólafur Björn Loftsson GKG

Nándarverðlaun: 

Næstur holu á 2. braut – Ámundi Sigmundsson GR 3,24m
Næstur holu á 8. braut – Bjarni Sigurðsson GK 5,09m
Næstur holu á 9. braut – Einar S. Guðmundsson GSG 9,89m
Næstur holu á 15 braut – Jón Erlendsson GKG 0,21m
Næstur holu á 17. braut – Ernir Steinn Arnarsson GR 1,99m