Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2016 | 08:00

GSG: Mætið öll á Opna Tölvulistann – Texas Scramble í tilefni Sandgerðisdaga n.k. sunnudag!!!

OPNA TÖLVULISTINN – TEXAS SCRAMBLE

Í tilefni Sandgerðisdaga  verður haldið  hið árlega mót Opna Tölvulistinn – Texas Scramble,  á Kirkjubólsvelli sunnudaginn 28. ágúst n.k.

Leikið er með 18 holu tveggja manna Texas Scramble þar sem hámarksforgjöf karla er 24 og kvenna 28. Samanlögð vallarforgjöf deilt með 3. Ekki er gefin hærri forgjöf en sem nemur forgjöf lægri keppenda.

Mótsgjald er 5000 krónur á mann.

Verðlaun (með veglegra móti í ár!!!): 

1.sæti: 2x 40.000kr Gjafabréf hjá Tölvulistanum + 2x Kassi frá Vífilfelli.

2.sæti: 2x 30.000kr Gjafabréf hjá Tölvulistanum + 2x Kassi frá Vífilfelli.

3.sæti: 2x 20.000kr Gjafabréf hjá Tölvulistanum + 2x Kassi frá Vífilfelli.

4.sæti: 2x 10.000kr Gjafabréf hjá Tölvulistanum + 2x Kassi frá Vífilfelli.

5.sæti: 2x 10.000kr Gjafabréf hjá Tölvulistanum + 2x Kassi frá Vífilfelli.

6.sæti: 2x Gjafabréf upp á hring fyrir fjóra hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar + 2x Rúta frá Vífilfelli.

7.sæti: 2x Gjafabréf upp á hring fyrir fjóra hjá Golfklúbbi Reykjavíkur + 2x Rúta frá Vífilfelli.

8.sæti: 2x Bílapakki frá Olís + 2x Rúta frá Vífilfelli.

9.sæti: 2x Bílapakki frá Olís + 2x Rúta frá Vífilfelli.

10.sæti: 2x Rautt og Hvítt frá Vífilfell + 2x Rúta frá Vífilfelli.

Nándarverðlaun: 
Næstur holu á 2.braut: 10.000kr Gjafabréf frá Veitingahúsinu Vitinn + Golfkortið

Næstur holu á 8.braut: Dozen af Srixon Golfboltum + Golfkortið

Næstur holu á 9.braut: Dozen af Srixon Golfboltum + Golfkortið

Næstur holu á 15.braut: Dozen af Srixon Golfboltum + Gjafabréf frá Nettó (3000kr.) + Golfkortið

Næstur holu á 17.braut 10.000kr Gjafabréf frá Veitingahúsinu Vitinn + Golfkortið

Næstur holu í tveimur höggum á 7.braut: 2x Gjafabréf + 2x Golfkortið

Lengsta Drive á 11.braut: Gjafabréf frá Íslandsbanka + Golfkortið.
Dregið verður úr skorkortum fyrir mót og vinningshöfum tilkynnt á teig.
Heildarverðmæti vinninga er um ______krónur

Ef vinningshafar hafa ekki náð 20 ára aldri fá þeir Powerade í stað áfengis frá Vífilfell.