Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2017 | 12:00

GSG: Jóel Gauti sigraði í höggleiknum Elís Rúnar í punktakeppninni á Páskamótinu

Páskamót Nóa Síríus fór fram á Kirkjubólsvelli, fimmtudaginn 14. apríl, 2017, Skírdag.

Þátttakendur voru 56 talsins og létu þeir ekki smá kulda á sig fá og skiluðu inn glæsilegu skori.

Golfklúbbur Sandgerðis þakkar keppendum kærlega fyrir komuna.

Úrslit urðu eftirfarandi:
Punktakeppni:
1.sæti – Elís Rúnar Elísson 37 punktar.
2.sæti – Guðmundur Sigurvinsson 36 punktar.
3.sæti – Jón Lárus Kjerúlf 35 punktar (20 á seinni 9).
4.sæti – Hafþór Barði Birgisson 35 punktar (17 á seinni 9, 11 á síðustu 6).
5.sæti – Bjarni Hrafn Ingólfsson 35 punktar (17 á seinni 9, 10 á síðustu 6).

Höggleikur:
1.sæti – Jóel Gauti Bjarkason 72 högg (+2).

Nándarverðlaun:
8. braut – Þorvaldur Kristleifsson 5,31m.
15. braut – Elís Rúnar Elísson 2,53m.
17. braut – Jón Lárus Kjerúlf 17 cm.

Texti: Þór Ríkharðsson, formaður GSG