Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2015 | 13:45

GSG: Guðlaugur Kristjánsson og Hrafn Khan sigruðu í 1. maí Texas Scramble-inu

Í gær fór fram 1. maí Texas Scramble á Kirkjubólsvelli þeirra í Golfklúbbi Sandgerðis (GSG)

Þáttakendur voru 23 lið þ.e. 46 kylfingar.

Vinningar voru stórglæsilegir, s.s. þeirra er vegur og vandi í GSG, en í þessu móti var Bláa Lónið styrktaraðili.

Úrslit urðu eftirfarandi: 

1 sæti : Guðlaugur Kristjánsson, GKG og Hrafn Khan, GKG. Þeir hlutu í verðlaun: Aðgang í Bláa Lónið fyrir 2 og þriggja rétta kvöldverð að eiginn vali á Lava * 2.

2 sæti : Pétur Már Pétursson, GS og Sigurbjartur Guðmundsson, GS.  Þeir hlutu í verðlaun: Aðgang  í Bláa Lónið fyrir 2 og þriggja rétta kvöldverð að eigin vali á Lava * 2.

3 sæti : Þór Ríkharðsson, GSG og Pétur Þór Jaidee, GSG; alías The Buffalo Wild Wings. Þeir hlutu í verðlaun: Aðgang í Bláa Lónið fyrir 2 og þriggja rétta kvöldverður að eigin vali á Lava * 2.

4 sæti : Einar S Guðmundsson, GSG og Skafti Þórisson, GSG.Þeir hlutu í verðlaun: Fjölskyldu vetrarkort í Blálónið *2.

Nándarverðlaun: 

Næstur Holu á 2. braut Hreiðar Jörundsson, GÁS.
Næstur holu á 9. braut Guðlaugur Kristjánsson, GKG, 2,72 m
Næstur holu á 17. braut Óskar H Ólafsson GSE, 2,29 m.
Næstur holu á 15. braut Ásgeir, GS og Elli, GKG alías „Bönkerarnir“ 4,41 m
Næstur holur á 8 braut Enginn mæling

Golfklúbbur Sandgerðis vill koma á framfæri þakklæti til allra fyrir drengilega keppni og Bláa Lóninu er þakkaður stuðningurinn.