Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2012 | 11:15

GSG: Gaman saman í Sandgerði – Nokkrir rástímar lausir á marsmót nr. 4 í Sandgerði

Næstkomandi laugardag, 31. mars, verður haldið marsmót nr. 4 í Sandgerði.  Aðeins nokkrir rástímar eru enn lausir þannig að best er að tryggja sér í tíma sé ætlunin að spila golf um helgina. Keppnisfyrirkomulag er punktakeppni

Verðlaun fyrir besta skor án forgjafar er 15.000 krónu gjafabréf í Golfbúðinni.

Verðlaun í punktakeppni með forgjöf:

1. sæti 15.000 gjafabréf
2. sæti punktar 10.000 kr gjafabréf
3. sæti 5000 kr gjafabréf
Nándarverðlaun á annarri braut

Þátttökugjald kr. 3000,-
Súpa er innifalin í þátttökugjaldi.

Ath. ekki er hægt að vinna til verðlauna í báðum flokkum.

Á laugardagskvöldinu er síðan fyrirhugað að halda smá teiti í golfskála GSG. Um það segir svo í meðfylgjandi fréttatilkynningu frá stjórn GSG:

„Fyrirhugað er að halda smá teiti fyrir félagsmenn og aðra á laugardagskvöldinu 31. mars. Léttar veitingar verða í boði og verður ákveðinn gerdrykkur í boði gegn vægu gjaldi. Það verður einnig í boði að fólk komi með sinn eigin fljótandi vökva. Hugsunin á bakvið þetta er að hafa gaman saman svona í lok veturs.

Fínt væri að fá einhverja staðfestingu á hverjir sjái sig fært um að mæta svo hægt verði að leggja mat á kostnað og að nóg verði af veitingum. Staðfesting sendist á sirry76@mitt.is, helst ekki seinna en á föstudaginn.

Mæting er á milli 20 og 21 og er skylda að koma með góða skapið

Með von um skemmtilegt kvöld

Sirrý og Erla Jóna“