
GSG: Gaman saman í Sandgerði – Nokkrir rástímar lausir á marsmót nr. 4 í Sandgerði
Næstkomandi laugardag, 31. mars, verður haldið marsmót nr. 4 í Sandgerði. Aðeins nokkrir rástímar eru enn lausir þannig að best er að tryggja sér í tíma sé ætlunin að spila golf um helgina. Keppnisfyrirkomulag er punktakeppni
Verðlaun fyrir besta skor án forgjafar er 15.000 krónu gjafabréf í Golfbúðinni.
Verðlaun í punktakeppni með forgjöf:
1. sæti 15.000 gjafabréf
2. sæti punktar 10.000 kr gjafabréf
3. sæti 5000 kr gjafabréf
Nándarverðlaun á annarri braut
Þátttökugjald kr. 3000,-
Súpa er innifalin í þátttökugjaldi.
Ath. ekki er hægt að vinna til verðlauna í báðum flokkum.
Á laugardagskvöldinu er síðan fyrirhugað að halda smá teiti í golfskála GSG. Um það segir svo í meðfylgjandi fréttatilkynningu frá stjórn GSG:
„Fyrirhugað er að halda smá teiti fyrir félagsmenn og aðra á laugardagskvöldinu 31. mars. Léttar veitingar verða í boði og verður ákveðinn gerdrykkur í boði gegn vægu gjaldi. Það verður einnig í boði að fólk komi með sinn eigin fljótandi vökva. Hugsunin á bakvið þetta er að hafa gaman saman svona í lok veturs.
Fínt væri að fá einhverja staðfestingu á hverjir sjái sig fært um að mæta svo hægt verði að leggja mat á kostnað og að nóg verði af veitingum. Staðfesting sendist á sirry76@mitt.is, helst ekki seinna en á föstudaginn.
Mæting er á milli 20 og 21 og er skylda að koma með góða skapið
Með von um skemmtilegt kvöld
Sirrý og Erla Jóna“
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023