Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2012 | 11:55

GSG: Febrúargolfmóti 2 aflýst

Febrúargolfmóti nr. 2, sem fara átti fram á morgun, laugardaginn 18. febrúar í Sandgerði hefir verið aflýst. Í viðtali við Golf1 sagði Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri GSG eftirfarandi: „Eins og er, er snjór yfir vellinum og frost og það spáir meira frosti. Af þeim sökum aflýsum við mótinu…. því miður. Við stefnum á að halda annað mót strax næstu helgi ef veðurspá er góð.  Það þýðir ekkert að færa mótið yfir á sunnudaginn því jörð er frosin.“

Nánast fullt var í mótið, enda Febrúarmót 1 einstaklega skemmtilegt!