Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2016 | 16:55

GSG: Búið að sanda í Sandgerði

Þær fréttir voru að berast frá Kirkjubólsvelli í Sandgerði að búið er að sanda flatirnar.

Völlurinn opnaði fyrir meira en mánuði síðan og er allur að koma til.

Nú er þetta vorverk líka afstaðið flatirnar að verða betri og betri með hverjum deginum!

Kirkjubólsvöllur er skemmtilegur 18 holu völlur, sem ekkert er of erfiður undir fótinn og eiginlega skylda að spila hann a.m.k. 1 sinni á hverri golfvertíð.

Nú er bara að skella sér í Sandgerði og taka hring!!!